Fara í efni

Skemmtileg heimsókn á N4

Í myndverinu á N4.
Í myndverinu á N4.

Liður í námi nemenda á mörgum brautum VMA er að fara út fyrir skólann og kynna sér starfsemi fyrirtækja og stofnana. Síðsta hálfa annað árið hafa slíkar heimsóknir ekki verið mögulegar sökum takmarkana vegna covid-faraldursins en með rýmri reglum um fjölda og nálægð fólks hefur atvinnulífið opnað á skólaheimsóknir á nýjan leik.

Á dögunum gafst nokkrum nemendum og kennurum þeirra á sérnámsbraut kostur á að fara í heimsókn á sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri og tók María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins á móti nemendum. Þeir fengu innsýn í hvernig sjónvarpsefni verður til hvað varðar hinar tæknilegu hlið, skoðuðu myndverið og mátuðu sig í settið.

Heimsóknin var í alla staði ánægjuleg og fær starfsfólk N4 sérstakar þakkir fyrir móttökurnar.