Fara í efni

Sjúkraliðanemar með hendur í hári

Sjúkraliðanemar setja rúllur í hár.
Sjúkraliðanemar setja rúllur í hár.

Stundum hafa ólíkar deildir innan VMA með sér samvinnu um ákveðin verkefni. Gott dæmi um þetta er heimsókn nemenda á sjúkraliðabraut á hársnyrtibraut þar sem nemendur og kennarar hársnyrtibrautar segja verðandi sjúkraliðum til með hvernig þeir beri sig að við að setja rúllur í hár.

Sjúkraliðanemar sóttu hársnyrtinema heim í gær og fengu kennslu í því hvernig rúllur eru settar í hár. Nemendur á síðasta ári í hársnyrtiiðn leiðbeindu skólasystkinum sínum af sjúkraliðabraut og var gaman að fylgjast með hversu fljótir nemendur voru að tileinka sér rétt handbrögð. Þessi þekking getur komið sér mjög vel þegar sjúkraliðar fara að starfa á hinum ýmsu sjúkrastofnunum og dvalarheimilum aldraðra.

Harpa Birgisdóttir, kennari á hársnyrtibraut, segir að þetta samstarf brautanna hafi verið undanfarin ár. Hún segir ljóst að þessi þekking nýtist sjúkraliðum vel og undir það tekur María Albína Tryggvadóttir, brautarstjóri sjúkraliðabrautar.