Fara í efni

Kynningar á lokaverkefnum sjúkraliðanema

Á lokaverkefnisdaginn 8. maí nk. kynna sjö sjúkraliðanemar lokaverkefni sín. Kynningarnar verða í Þrúðvangi, sal matvælabrautar, og hefjast kl. 11:00. Áætlað er að þeim verði lokið um kl. 13. Gunnþórunn Elíasdóttir hefur haft umsjón með lokaverkefnum sjúkraliðanema. Allir eru velkomnir á kynningarnar.

Eftirtaldir nemendur kynna lokaverkefni sín:

Alma Rós Arnarsdóttir - Gerviliðir vegna slitgigtar.
Katrín Ásta Bjarnadóttir – Keisaraskurður.
María Indriðadóttir – Gjörgæsluhjúkrun og fylgikvillar.
Níels Ómarsson – Gjörgæsluhjúkrun og fjölskylduhjúkrun.
Rakel Anna Borgarsdóttir – Endometríosa og PCOS.
Sara Dögg Sigmundsdóttir – Sykursýki.
Sóldís María Sigfúsdóttir – Fæðingar.