Fara í efni

Sjónum beint að þremur heimsmarkmiðum SÞ í þemaviku

Þessi vika er þemavika í VMA og er sjónum beint að þremur af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Engin fátæktEkkert hungur og Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.

Meðal annars verða fyrirlestrar sem tengjast þessum þremur heimsmarkmiðum.

Í dag kl. 10:00 segir Sigrún Steinarsdóttir frá verkefninu Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Fyrirlestur Sigrúnar verður í M-01.

Á morgun verður Jóhannes Árnason kennari með erindi um vatn og fæðu í M-01 kl. 10:00 og kl. 11:20 verður Hrönn Brynjarsdóttir frá Norðurorku með erindi í M-01 sem hún kallar Hreint vatn og hreinlætisaðstaða. Hversu auðvelt er að tryggja þessi mikilvægu atriði fyrir fólk og fyrirtæki á Akureyri?