Fara í efni

Sjónum beint að geðheilbrigðismálum

Víða í skólanum eru
Víða í skólanum eru

Þessa viku eru þemadagar í VMA sem eru tileinkaðir heilsueflandi framhaldsskóla með áherslu á geðrækt og geðheilbrigði. Alla daga vikunnar hafa verið og verða uppákomur í löngu frímínútunum af ýmsum toga sem tengjast umfjöllunarefninu.

Síðastliðinn mánudag var kynning á Grófinni – geðverndarmiðstöð á Akureyri, í gær var Hjalti Jónsson sálfræðingur VMA með stutt erindi, í dag mætir séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og ræðir við nemendur og starfsfólk og á morgun verða nemendur skólans með uppákomu.

Á nokkrum námsbrautum er sjónum beint að geðheilbrigðismálum og andlegri líðan í kennslunni, t.d. eru þessa viku smiðjur af ýmsum toga á listnámsbraut og víða um skólann má sjá svokölluð „geðorð“ sem nemendur í ensku hjá Ernu Hildi Gunnarsdóttur unnu.