Fara efni  

Beina sjnum a brotthvarfi framhaldssklanema

Beina sjnum a brotthvarfi framhaldssklanema
tttakendur fundinum Akureyri.

Í gær hófst í VMA þriggja daga fundur í samstarfsverkefni VMA og fimm annarra skóla í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu sem kallast Completing Secondary Education.  Í þessu verkefni, sem er styrkt af Erasmus+,  er sjónum beint að brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, sem er þekkt vandamál í öllum þátttökulöndunum, og er markmið verkefnisins að safna saman upplýsingum og reynslu frá þátttökulöndunum um leiðir sem auka líkur á því að nemendur ljúki framhaldsskólanámi. 

Verkefnið hófst sl. haust með fundi í Finnlandi og er þetta annar fundurinn sem haldinn er í því en gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki haustið 2016.

Í gær voru tveir gestafyrirlesarar frá Reykjavík, annars vegar Una Bjarnadóttir frá Reykjavíkurborg sem fjallaði um sem kallað er Áfram verkefnið sem borgin hefur unnið að í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla og hins vegar Kristjana Stella Blöndal, lektor við Háskóla Íslands, sem hefur lengi rannsakað brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum á Íslandi.  

Af hálfu VMA taka þátt í þessu verkefni Sigríður Huld aðstoðarskólameistari, Benedikt áfangastjóri og Ásdís námsráðgjafi.

Hinir skólarnir fimm eru Axxell í Finnlandi, Charlottenlund í Noregi, Richard Riemerschmid í Þýskalandi, Noorderport í Hollandi og Tech College Aalborg í Danmörku. Samtals nítján fulltrúar þessara fimm skóla komu til fundarins á Akureyri sem lýkur á morgun, fimmtudag.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.