Fara í efni

Sjallinn að komast í hátíðarbúning

Árshátíðarsalurinn að taka á sig mynd í Sjallanum.
Árshátíðarsalurinn að taka á sig mynd í Sjallanum.

Óhætt er að segja að allt hafi verið á fullu í Sjallanum í morgun þegar salurinn var undirbúinn fyrir kvöldið - enda stendur mikið til - 30 ára afmælishátíð nemendafélagsins Þórdunu.

Nemendur í 2. og 3. bekk framreiðslu í VMA lögðu línur um skipulag salarkynnanna í Sjallanum, hvernig raða bæri upp borðunum og skipulag á borðbúnaði og skreytingum. Þeim til aðstoðar voru nemendur í grunndeild matvæla í VMA. Í kvöld sjá nemendur í framreiðslu í 2. og 3. bekk síðan um framreiðslu á árshátíðinni. Hátíðin og utanumhald hennar er hluti af námi framreiðslunemanna - sannarlega alvöru verkefni. 

Gleðlega árshátíð!

Húsið verður opnað kl. 18:30 og borðhald hefst klukkustund síðar. Hér eru allar upplýsingar um hátíðina - þar með talda veislustjóra og skemmtikrafta kvöldsins.