Fara í efni

Sigríður Huld Jónsdóttir skipuð skólameistari VMA

Sigríður Huld Jónsdóttir
Sigríður Huld Jónsdóttir

Í dag skipaði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaherra, Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. janúar 2016. Frá þessu var greint á vefsíðu ráðuneytisins í dag.

Sigríður Huld er með BSc í hjúkrunarfræði, kennsluréttindi í framhaldsskóla og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri frá 2006 og var settur skólameistari skólans skólaárið 2011 - 2012. 

Sigríður Huld tekur við stöðu skólameistara VMA af Hjalta Jóni Sveinssyni sem eins og fram hefur komið hefur verið skipaður skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík frá 1. janúar nk.