Fara í efni

Siglt með andanefjum

Ekki leiðinlegt að sigla með andanefjunum!
Ekki leiðinlegt að sigla með andanefjunum!

Að undanförnu hafa andanefjur spókað sig í Pollinum og veitt heimafólki og gestum mikla ánægju. Í gær heimsóttu nemendur í útivistaráfanga í VMA siglingaklúbbinn Nökkva og fengu að prófa að sigla á Pollinum. Og viti menn, hvalirnir brugðu á leik fyrir nemendur og fylgdu þeim eftir. Ekki slæmur bónus á skemmtilega heimsókn. Nökkvafólki er þakkað kærlega fyrir móttökurnar. Ólafur Björnsson tók þessar myndir.