Fara í efni

Síðustu sýningarnar á Grís um helgina

Uppfærslan á Grís hefur fengið frábærar viðtökur.
Uppfærslan á Grís hefur fengið frábærar viðtökur.

Það verður ekki annað sagt en að uppfærsla Leikfélags VMA á söngleiknum Grís hafi fengið fínar viðtökur og góða aðsókn. En öllum ævintýrum lýkur og líka þessu. Nú er komið að síðustu sýningunum á Grís. Þær verða í kvöld, föstudaginn 12. mars og annað kvöld, laugardagskvöldið 13. mars. Sýningarnar hefjast kl. 20:00.

Síðdegis í gær voru til miðar á báðar sýningarnar en ef að líkum lætur verða þeir fljótir að rjúka út. Miða er hægt að panta með því að hringja í síma 7934535 milli kl. 16 og 19 eða senda tölvupóst á netfangið midasala@thorduna.is. Miðana fá sýningargestir afhenta við innganginn og greiða þar fyrir þá – hvort sem er með kortum eða peningum. Miðinn kostar 3.900 fyrir fullorðna en fyrir börn f. 2005 og yngri kostar miðinn kr. 3.400.