Fara í efni

Síðasti kennsludagur - próf framundan

Próf hefjast á morgun í VMA og standa til 12. des.
Próf hefjast á morgun í VMA og standa til 12. des.

Þá er haustönn að renna sitt skeið. Í dag er síðasti kennsludagur á önninni og við tekur prófatími. Fyrstu próf í dagskóla hefjast strax í fyrramálið og verður prófað alla þessa viku og út næstu viku. Síðasti prófadagur er föstudagurinn 12. desember.

Í fjarnámi verða sömuleiðis fyrstu prófin á morgun og síðasti prófadagur verður miðvikudagurinn 10. desember. Sjúkrapróf verða 16. og 17. desember og prófsýnidagur verður seinnipart 17. desember frá kl. 16 til 18. Brautskráning á haustönn verður laugardaginn 20. desember.