Fara í efni

Kennaraskipti - heimsókn sænskra kennara í VMA

Tveir sænskir framhaldskólakennarar, Marianne Lindvall frá IHSG (International Highschool of Gothenburg) och Helene Berg frá Katrinelund-skólanum, heimsóttu VMA og dvöldu hér í þrjá og hálfan dag. Þær fóru í ýmsa íslenskuhópa og spjölluðu um Svíþjóð og sænska menningu og skóla og lögðu spurningar fyrir nemendur. Einnig tóku þær upp viðtöl við nemendur um þekkingu þeirra á Svíþjóð og sænskum málefnum og sýndu sams konar viðtöl sem þær höfðu tekið við nemendur sína úti. Auk þess fóru þær í dönskutíma hjá bæði Annette og Árna Hrólfi og sátu sem áheyrendur í enskutíma hjá Ernu.

Aukaliður í heimsókninni var síðan þátttaka þeirra og Kristínar, Snorra og Annette í bókmenntaþingi sem haldið var í Hofi þann 5. september, bæði í hádeginu og um kvöldið.