Fara í efni  

Á síđustu önn í húsasmíđinni

Á síđustu önn í húsasmíđinni
Nemendur á síđustu önn í húsasmíđi.

Nám í húsasmíđi til sveinsprófs er fimm annir ađ međtöldu grunnnámi byggingargreina á fyrstu önninni. Ađ loknu öđru árinu, á ţriđju og fjórđu önn, ţegar nemendur vinna m.a. ađ ţví ađ byggja sumarbústađ, er yfirleitt uppihald í námi nemenda í skóla og ţeir fara út á vinnumarkađinn og vinna samkvćmt námssamningi, sem ţeir ţurfa ađ ljúka áđur en ţeir geta ţreytt sveinspróf. Ţeir koma síđan aftur inn í skólann á fimmtu og síđustu námsönnina sína – og er hún kennd núna á vorönn. Ţetta er sem sagt lokaáfangi nemendanna í skóla áđur en ţeir taka sveinspróf.

Flestir nemendanna á fimmtu önninni eru komnir langt eđa hafa jafnvel lokiđ námssamningum sínum og geta ţví fariđ beint í sveinspróf ađ önninni lokinni – sem er líka ţađ ćskilega ţví hluti af náminu á fimmtu önninni er ţjálfun í ađ smíđa sambćrilega hluti viđ algeng sveinsprófsverkefni.

Ađ ţessu sinni eru fimmtán nemendur á fimmtu önn í húsasmíđi og ţađ sem ţeir lćra á önninni – auk ţjálfunar fyrir sveinspróf og ađ vinna lokaverkefni – er m.a. áćtlanagerđ og gćđastjórnun, áfangi um um framkvćmdir viđ undirstöđur og burđarvirki steinsteyptra bygginga og mannvirkja, teikniáfangi og áfangi í viđhaldi og breytingavinnu, ţar sem fjallađ er um viđgerđir og endurbćtur á eldri byggingum og mannvirkjum úr steini og tré.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00