Fara í efni

Síðasta sýning á Ávaxtakörfunni nk. sunnudag

Ávaxtakarfan er frábær fjölskylduskemmtun.
Ávaxtakarfan er frábær fjölskylduskemmtun.
Síðasta sýning á Ávaxtakörfunni í uppfærslu Leikfélags VMA verður nk. sunnudag, 11. mars, kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi. Fimm sýningar eru að baki og hefur verið því sem næst fullt á þær allar. 
 
Sýningin hefur hlotið mikið lof leikhúsgesta, hún þykir vel unnin og fjörleg. Frábær fjölskylduskemmtun í alla staði! Því er full ástæða til þess að hvetja alla þá sem eiga eftir að sjá Ávaxtakörfuna að drífa sig í Hof á sunnudag og njóta. Miðasalan er á mak.is