Fara í efni

Síðasta nýnemaferðin í dag

Nýnemaferð sl. mánudag. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Nýnemaferð sl. mánudag. Mynd: Hilmar Friðjónsson.
Í þessari viku hafa nýnemar í VMA farið í árlegar skipulagðar nynemaferðir út fyrir Akureyri. Ferðirnar eru mikilvægur liður í því að nemendur og kennarar kynnist í upphafi skólaárs og hafa þær í alla staði tekist mjög vel.

Í þessari viku hafa nýnemar í VMA farið í árlegar skipulagðar nynemaferðir út fyrir Akureyri. Ferðirnar eru mikilvægur liður í því að nemendur og kennarar kynnist í upphafi skólaárs og hafa þær í alla staði tekist mjög vel.

Nýnemaferðirnar hófust sl. mánudag og síðasti hópurinn fer í dag, fimmtudag, og er þar um að ræða umsjónarnemendur Írisar Ragnarsdóttur, Valgerðar Daggar Jónsdóttur, Svanlaugs Jónassonar, Guðrúnar Ástu Guðjónsdóttur og Svanhildar Daníelsdóttur.  Áætluð heimkoma er milli kl. 15 og 16.

Fyrst liggur leiðin í Kristnes þar sem Helgi Þórsson fræðir nemendur eilítið um landnám Eyjafjarðar og spilar tónlist. Þá er haldið áfram inn í Eyjafjarðarsveit og Smámunasafnið skoðað. Loks er farið á Hólavatn þar sem settur er upp ratleikur og fleira skemmtilegt gert. Rétt er að taka fram að nemendur þurfa að klæða sig eftir veðri þar sem bróðurpartur dagskrárinnar fer fram utanhúss. Í ferðinni fá nemendur að borða og þurfa því ekki að taka með sér nesti.

Hilmar Friðjónsson, kennari í VMA, fór í nýnemaferð sl. mánudag og tók þá þessar myndir.