Fara í efni

Shok Han Liu með fyrirlestur í dag

Í dag, föstudag, kl. 14:00 verður Shok Han Liu (Alice) með fyrirlestur í stofu M01 í VMA um hlutverk og skyldur Listhúss í Ólafsfirði, ekki síst út frá hugmyndum um alþjóðlega hugmyndasamvinnu. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvararinnar. Aðgangur er ókeypis og er fyrirlesturinn öllum opinn.

Í dag, föstudag,  kl. 14:00 verður Shok Han Liu (Alice) með fyrirlestur í stofu M01 í VMA um hlutverk og skyldur Listhúss í Ólafsfirði, ekki síst út frá hugmyndum um alþjóðlega hugmyndasamvinnu. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvararinnar. Aðgangur er ókeypis og er fyrirlesturinn öllum opinn.

Shok Han Liu (Alice) er frá Hong Kong og flutti til Íslands árið 2010. Frá árinu 2012 hefur hún starfrækt  listamiðstöðina Listhús í Ólafsfirði. Hér eru allar frekari upplýsingar um Listhúsið og starfsemi þess.

 

Í byrjun febrúar mun Listhúsið standa fyrir því sem kallað er „Solar Parcel“, þar sem á unnið verður með sólarljósið á ýmsan hátt og það fangað í gegnum svokallaðar nálargatsmyndavélar. Í því skyni koma listamenn frá Hong Kong til Íslands og nemendur bæði frá VMA og Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði munu taka þátt í vinnustofum þessu tengt. Nemendur í VMA koma til með að vinna að þessu verkefni í Deiglunni á Akureyri.

Í fyrirlestrinum í dag mun Shok Han Liu m.a. segja frá því sem Listamiðstöðin í Ólafsfirði hefur verið að vinna að frá því að hún var sett á stofn og einnig mun hún greina frá hugmyndafræðinni að baki „Pinhole Photography“ vinnustofunum í byrjun febrúar.

Ýmislegt áhugavert er í deiglunni hjá Listhúsi í Ólafsfirði. Auk vinnustofunnar vegna nálargatsmyndanna í byrjun febrúar verður einnig í febrúar í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina á Akureyri efnt til kvikmyndasýninga þar sem verða sýndar myndir af ýmsum toga frá Hong Kong.