Fara í efni  

Sextíu og níu brautskráđust frá VMA

Sextíu og níu brautskráđust frá VMA
Ađ lokinni brautskráningu í Hofi í dag.

Í dag, laugardaginn 21. desember, brautskráđust sextíu og níu nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ţessir 69 nemendur brautskráđust međ 85 skírteini af 17 námsbrautum á ţriđja og fjórđa hćfniţrepi.

Benedikt Barđason, skólameistari, sagđi í ávarpi sínu ađ á útskriftardegi vćri hann stoltur af nemendum og ađstandendum ţeirra, samstarfsfólki í VMA og fyrir hönd Norđausturfjórđungs landsins sem hafi fengiđ ţennan hóp brautskráningarnema sér til fylgdar.

„Ég veit ekki hvort fólk geri sér almennt grein fyrir hversu stór Verkmenntaskólinn er eđa hver ţýđing hans er fyrir samfélagiđ. Í Verkmenntaskólanum eru um 1000 nemendur og 120 starfsmenn í stofnun sem fćr tćpa tvo milljarđa úr ríkissjóđi árlega. Í Verkmenntaskólanum eru nemendur skráđir á 35 námsleiđir á haustönn og héđan brautskrást um 250 nemendur á hverju ári. Tćplega helmingur ţeirra lýkur námi til starfsréttinda. VMA er stćrsti skólinn utan höfuđborgarsvćđisins og er vandfundinn skóli á Íslandi međ fjölbreyttara námsframbođ. 

Ţrátt fyrir styttingu námstíma og fćkkunar í árgöngum hefur veriđ rífandi ađsókn á margar námsleiđir og grípa hefur ţurft til fjöldatakmarkana. Ţessu fylgja ýmsar áskoranir.
Íţrótta- og lýđheilsubraut er vinsćlasta brautin til stúdentsprófs hjá nýnemum í Verkmenntaskólanum á Akureyri og koma nemendur víđa ađ. Á sama tíma er ekki íţróttahús viđ Verkmenntaskólann og ţarf ţví ađ kenna íţróttir á fjórum stöđum á Akureyri, Naustaskóla, Lundarskóla, Íţróttahöllinni og Boganum.
Mikil ađsókn hefur veriđ í iđn- og starfsnám í Verkmenntaskólann undanfarin ár. Sćkja nćstum tvöfalt fleiri nýnemar um ţessar brautir beint úr grunnskóla en á höfuđborgarsvćđinu sé miđađ viđ höfđatölu. Ţetta er ágćtar fréttir fyrir samfélagiđ en hjá okkur veldur ţetta vaxtarverkjum, sérstaklega ţegar kemur ađ húsnćđi og sýnist mér ađ ţađ styttist í ađ taka ţurfi húsnćđi á leigu,“ sagđi Benedikt.

Í mörg horn ađ líta

Skólameistari sagđi ađ hiđ daglega líf í skólanum snúist mikiđ um nám og kennslu en ţegar horft sé yfir haustönnina komi eitt og annađ upp í hugann; heimsmeistari í kraftlyftingum, nýnemahátíđ, margir nýnemar, fjórir skiptinemar, spjaldtölvugjöf, öryggisbúnađur, sveinspróf í vélvirkjun, Íslandsmeistaramót í málmsuđu, bygging sumarhúss, Allsherjar- og menntamálnefnd, salsa, boccia, Flensborgarhlaup, lýđheilsuvika, LAN mót, lokaverkefni, heimsókn kokkalandsliđs, íţróttadagur VMA og Lauga, pylsugerđ, fyrirlestur um karlmennsku, öryggismál, vinnuvernd eldvarnir, ungskáld, heimsókn úr fimmta bekk, samstarf viđ eldri borgara, lyftingamót í Gryfjunni, uppistand, svansvottađ hús, Amnesty, jólatónleikar, sýning í listnámi, forvarnir gegn fíkn, hangikjöt, jólatónleikar, óveđur og brautskráning.

„Ţegar af mörgu er ađ taka ţá vandast máliđ en ég vil nefna ţrjú atriđi sérstaklega:
Ég vil í fyrsta lagi ţakka fyrirtćkjum, stofnunum, verkstćđum, verktökum og velunnurum á svćđinu fyrir afar mikilvćgan og dyggan stuđning viđ skólann og nemendur hans. Án ykkar vćri starf okkar umtalsvert erfiđara.
Ég vil í öđru lagi ţakka stjórn Ţórdunu, tćknigenginu, Leikfélagi VMA, öđrum félögum og tengdum ađilum fyrir frábćrt starf. Stćrsta verkefni vorannar eru Sturtuhausinn og stórvirkiđ Tröll í nýrri leikgerđ Jokku G. Birnudóttur og leikstjórans Kolbrúnar Lilju Guđnadóttur. Dans, leikur, tónar og söngur ţann 16. febrúar á frumsýningu í Hofi. Miđi á Tröll er jólagjöfin í ár.
Í ţriđja lagi vil ég ţakka fyrir erlent samstarf. Ţađ er mikilvćgt sem aldrei fyrr ađ nemendur kynnist vinnustöđum og jafnöldrum sínum annars stađar. Ár hvert fer fjöldi nemenda og kennara utan til styttri eđa lengri tíma og hingađ út kemur annađ eins. Ég vil hvetja nemendur til ţess ađ taka möguleikum af ţessu tagi opnum örmum á lífsleiđinni. Ţetta víkkar sjóndeildarhringinn, eykur virđingu og umburđarlyndi auk ţess sem svona ferđir fylgja manni jafnan eins og veisla í farangrinum,“ sagđi Benedikt.

Skólameistari vék í nokkrum orđum ađ óveđrinu í síđustu viku og sagđi ţađ hafa  opinberađ veikleika í okkar samfélagi. „Veikleika sem viđ sem ţjóđ ţurfum ađ takast á viđ, bćđi í hugsun og framkvćmd. Óveđriđ opinberađi líka helstu styrkleika okkar samfélags; ósérhlífni, samheldni og óbilandi dugnađ fjölda fólks sem vann dag og nótt ađ ţví ađ ađstođa ađra. Óveđriđ minnti okkur líka á ađ ţrátt fyrir allt erum viđ fólk sem ţarf samheldni og kćrleik til ţess ađ lifa af,“ sagđi Benedikt.

Viđurkenningar

Aţena Eiđsdóttir, nýstúdent af félags- og hugvísindabraut
Verđlaun fyrir bestan árangur í samfélagsgreinum úr Minningarsjóđi Alberts Sölva Karlssonar sem var kennari viđ VMA. Albert Sölvi var frábćr kennari, góđur félagi og mikill sögumađur og er hans minnst viđ hverja útskrift međ ţessum verđlaunum.

Telma Eir Aradóttir, nýstúdent af listnáms- og hönnunarbraut
Verđlaun fyrir bestan árangur í myndlistargreinum, gefin af Slippfélaginu.

Arnór Ingi Helgason, nýstúdent af íţrótta- og lýđheilsubraut
VMA tekur ţátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli sem er stýrt af Embćtti landlćknis. Landlćknisembćttiđ veitir verđlaun til nemanda sem hefur sýnt bestan árangur í greinum sem tengjast heilbrigđi og lýđheilsu.

Atli Ţorvaldsson, nýstúdent af fjölgreinabraut
Verđlaun fyrir bestan árangur í íslensku. Penninn - Eymundsson gefur.

Almar Dađi Björnsson, rafeindavirki
Verđlaun fyrir góđan árangur í faggreinum rafiđna, gefin af Rönning heildverslun.

Hjörvar Már Ađalsteinsson, rafvirki
Verđlaun fyrir góđan árangur í faggreinum rafiđna, gefin af Ískraft heildverslun.

Ahmad Joumaa Naser og Said Khattab Almohammad, rafvirkjar
Verđlaun fyrir dugnađ, stađfestu og ţrautseigju, gefin af Reykjafelli.

Emilia Niewada, sjúkraliđi, nýstúdent og fjallahjólreiđaafrekskona
Hlýtur Hvatningarverđlaun VMA sem eru veitt nemanda sem hefur veriđ fyrirmynd í námi, sýnt miklar framfarir í námi, starfađ ađ félagsmálum nemenda, haft jákvćđ áhrif á skólasamfélagiđ eđa veriđ sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt. Terra veitir hvatningarverđlaunin.  
Emilia fćr einnig verđlaun fyrir ágćtan árangur í sjúkraliđagreinum, gefin af Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Ásgerđur Ragnarsdóttir, rafeindavirki og nýstúdent
Verđlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, gefin af A4. Einnig verđlaun fyrir góđan árangur í ensku, gefin af SBA-Norđurleiđ.

Viđurkenningar fyrir framlag til félagslífs nemenda í VMA:

Berglind Eva Rúnarsdóttir
Elísabeth Ása Eggerz Heimisdóttir
Hrafnhildur M. Ríkharđsdóttir
Karolina Domanska
Ţorsteinn Jón Thorlacius

Heimur í sífelldri ţróun

Ómar Kristinsson, sviđsstjóri stúdentsprófsbrauta, og Baldvin B. Ringsted, sviđsstjóri verk- og fjarnáms, brautskráđu nemendur.

Til brautskráningarnema beindi Benedikt skólameistari ţessum orđum: „Ţađ er líkt á komiđ međ ykkur og VMA ađ ţví leyti ađ ykkar bíđa áskoranir. Heimurinn verđur síst einfaldari. Hann er í sífelldri ţróun og breytingar eru kannski eini fastinn í lífinu. Ţau störf sem ţiđ eruđ ađ mennta ykkur til eđa stefniđ á, kunna ađ vera gjörbreytt eftir áratug og ţví lykilatriđi ađ vera opin fyrir sí- og endurmenntun.
Ég vil líka nefna ađ ykkar bíđa forystuverkefni. Ţá er ég ađ tala um forystu í merkingunni ađ leiđa til hins betra. Ţađ ađ horfast í augu viđ ađstćđur, ógnanir og sjá tćkifćri – og virkja fólk til ađ axla ábyrgđ og takast á viđ áskoranir. Ađ hlusta, ađ sýna virđingu, sýna hógvćrđ og ákveđna auđmýkt gagnvart áskorunum er hluti af ţví ađ veita forystu.
Beriđ virđingu fyrir fjölskyldu ykkar og vinum – og ţví samferđafólki sem verđur á vegi ykkar. Beriđ virđingu og umhyggju fyrir ykkur sjálfum og ţeim verkefnum sem ţiđ takiđ ađ ykkur í framtíđinni. Ekkert verk er svo lítilmótlegt ađ ţađ eigi ekki skiliđ ađ vera unniđ af kostgćfni. Veriđ stolt af árangri ykkar og horfiđ björtum augum til framtíđar.“

Ávarp brautskráningarnema og skemmtiatriđi

Hrafnhildur M. Ríkharđsdóttir, nýstúdent af listnáms- og hönnunarbraut flutti kveđju brautskráningarnema.

Álfheiđur Fanney Ásmundardóttir söng eigiđ lag og texta viđ undirleik Vals Freys Sveinssonar og hópur nemenda úr Leikfélagi VMA, međ Eyţór Dađa Eyţórsson og Emblu Björk Jónsdóttur, í broddi fylkingar sýndu atriđi úr söngleiknum Tröllum sem verđur frumsýnt í Hofi 16. febrúar nk. Um er ađ rćđa frumsýningu á verkinu hér á landi.

Hilmar Friđjónsson var međ myndavélina á lofti á útskriftinni og tók ţessar myndir:

Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2
Myndaalbúm 3
Myndaalbúm 4
Myndaalbúm 5

 

 

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00