Fara í efni

Sextán lög í Sturtuhausnum 2019 í kvöld - fimmtudagskvöld

Sturtuhausinn - söngkeppni VMA 2019 verður haldin í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 í Menningarhúsinu Hofi. Sextán  lög hafa verið skráð til leiks að þessu sinni og eru þau sem hér segir:

Fyrir hlé

1. Álfheiður Fanney Ásmundsdóttir - My funny Valentine - Lorenz Hart
2. Sigríður Rós Atladóttir - You don‘t know - Katelyn Tarvel
3. Aldís Inga Sigmundsdóttir - Ást - Ragnheiður Gröndal
4. Arndís Eva Erlingsdóttir - Call out my name - The Weekend
5. Brynja Ploy - Dont you remember - Adele
6. Anna Birta Þórðardóttir - Homesick - Dua Lipa
7. Sigríður Björk Hafstað - Holding on to you - Twenty one Pilots
8. Magnea Lind - Make you feel my love - Adele

Eftir hlé

9. Örn Smári Jónsson - Unsteady - X Ambassadors
10. Embla Sól Pálsdóttir - Titanium ft. Sia - David Guetta
11. Særún Elma Jakobsdóttir - She used to be mine - Sara Bareilles
12. Jónína Freyja Jónsdóttir - Love someone - Lukas Graham
13. Helgi Freyr Gunnarsson og Þorkell Björn Ingvason - Hótel jörð
14. María Björk Jónsdóttir - Vikivaki (vorið kemur)
15. Svana Rún - Black Roses - Clare Bowen
16. Ragnheiður Diljá - Surprise yourself - Jack Garratt

Hljómsveit kvöldsins skipa Jón Tumi-Hrannar Pálmason, tónlistarstjórn og bassi, Hafsteinn Davíðsson á trommur, Jóhannes Stefánsson á gítar og Styrmir Þeyr Traustason á píanó. 

Tónlistarmaðurinn Rúnar EFF er keppendum innan handar með tækni, sviðsframkomu og fleira því tengt. 

Keppendur æfðu með hljómsveitinni um helgina í Hofi og æfingar verða aftur nk. fimmtudag í aðdraganda keppninnar þá um kvöldið. 

Full ástæða er til að hvetja alla til þess að mæta í Hof og eiga skemmtilega kvöldstund með þessum flottu krökkum. Verð aðgöngumiða er kr. 3000 en 2000 kr. fyrir handhafa nemendaskírteina Þórdunu. Hægt er að kaupa miða á mak.is en til þess að fá nemendaafslátt þarf að mæta í miðasöluna í Hofi. 

Rétt er að taka fram að á Sturtuhausnum verður tilkynnt hvaða skemmtikraftar mæta á árshátíð Þórdunu 2019.