Fara í efni

Sex sækja um stöðu skólameistara VMA

Sex sóttu um stöðu skólameistara VMA en umsóknarfrestur rann út 3. nóvember sl. Frá þessu er greint á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í dag.

Umsækjendur eru: 

Benedikt Barðason 
Bjargey Gígja Gísladóttir 
Hamidreza Jamshidnia 
Hermann Jón Tómasson 
Laufey Petrea Magnúsdóttir  
Sigríður Huld Jónsdóttir 

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2016, að fenginni umsögn skólanefndar VMA, en Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, mun láta af því starfi um áramót og taka við starfi skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík.