Fara í efni

Sérúrræði í lokaprófum - lengri próftími

Þeir nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma eða öðrum sérúrræðum við vorprófin þurfa að ganga frá skráningu í allra síðasta lagi fimmtudag 30. mars. Skráningin fer  einungis fram hjá Emilíu Baldursdóttur námsráðgjafa. Ef einhverjir nemendur eru óvissir um sinn rétt þá þurfa þeir að hafa samband við Emilíu hið fyrsta. Minnum á að það þarf að sækja um sérúrræði á hverri önn. Nemendur sem sóttu um á síðustu önn eða fyrr þurfa að endurnýja umsókn sína. Skrifstofa Emilíu er á B-gangi.