Fara í efni

Sérúrræði á prófatíma

Nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma eða öðrum sérúrræðum í jólaprófunum verða að ganga frá skráningu í allra síðasta lagi fimmtudag 22. október.

Skráning fer fram hjá Emilíu Baldursdóttur námsráðgjafa, hún er með skrifstofu í B-álmu og netfangið hennar er emilia@vma.is

Nemendur þurfa að skrá sig og þá áfanga sem sérúrræðið á við, á hverri önn, umsókn frá fyrri önnum gildir ekki sjálfkrafa yfir á næstu önn. 

Emilía Baldursdóttir, námsráðgjafi