Fara í efni

SART og Rafiðnaðarsambandið gefa nemendum spjaldtölvur

Spjaldtölvurnar nýtast nemendum afar vel í náminu.
Spjaldtölvurnar nýtast nemendum afar vel í náminu.

Síðastliðinn föstudag komu Jónas Ragnarsson og Finnur Víkingsson, fulltrúar Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), í VMA og færðu nemendum sem eru að bæta við sig námi í rafvirkjun til viðbótar við vélstjórn og rafeindavirkjun að gjöf öflugar spjaldtölvur af gerðinni Lenevo.

Undanfarin ár hafa SART og Rafiðnaðarsambandið gefið nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur sem auðveldar þeim að nálgast kennsluefni í rafiðngreinum af vefnum www.rafbok.is og um leið vilja bæði þessi samtök með þessum spjaldtölvugjöfum efla og styðja við nám fólks í rafiðngreinum.

Á upplýsingaöld eru spjaldtölvur nemendum afar mikilvæg hjálpartæki og vill VMA færa Rafiðnaðarsambandinu og SART kærar þakkir fyrir þennan góða stuðning við nemendur í rafiðngreinum í VMA.

Hér má sjá myndir sem voru teknar af afhendingu spjaldtölvanna, sem fór fram í kennslustund hjá Orra Torfasyni. Á hópmyndinni eru þeir nemendur sem veittu spjaldtölvunum viðtöku auk Jónasar Ragnarssonar, Finns Víkingssonar og Óskars Inga Sigurðssonar, brautarstjóra rafiðngreina í VMA.