Fara í efni  

SART og Rafiđnađarsambandiđ gefa nemendum spjaldtölvur

SART og Rafiđnađarsambandiđ gefa nemendum spjaldtölvur
Spjaldtölvurnar nýtast nemendum afar vel í náminu.

Síđastliđinn föstudag komu Jónas Ragnarsson og Finnur Víkingsson, fulltrúar Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiđnađarsambands Íslands (RSÍ), í VMA og fćrđu nemendum sem eru ađ bćta viđ sig námi í rafvirkjun til viđbótar viđ vélstjórn og rafeindavirkjun ađ gjöf öflugar spjaldtölvur af gerđinni Lenevo.

Undanfarin ár hafa SART og Rafiđnađarsambandiđ gefiđ nemendum í rafiđngreinum spjaldtölvur sem auđveldar ţeim ađ nálgast kennsluefni í rafiđngreinum af vefnum www.rafbok.is og um leiđ vilja bćđi ţessi samtök međ ţessum spjaldtölvugjöfum efla og styđja viđ nám fólks í rafiđngreinum.

Á upplýsingaöld eru spjaldtölvur nemendum afar mikilvćg hjálpartćki og vill VMA fćra Rafiđnađarsambandinu og SART kćrar ţakkir fyrir ţennan góđa stuđning viđ nemendur í rafiđngreinum í VMA.

Hér má sjá myndir sem voru teknar af afhendingu spjaldtölvanna, sem fór fram í kennslustund hjá Orra Torfasyni. Á hópmyndinni eru ţeir nemendur sem veittu spjaldtölvunum viđtöku auk Jónasar Ragnarssonar, Finns Víkingssonar og Óskars Inga Sigurđssonar, brautarstjóra rafiđngreina í VMA.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00