Fara í efni

Samningur milli FSA og VMA undirritaður

Á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 26. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur á milli VMA og FSA vegna vinnustaðanáms sjúkraliðanema á FSA. Á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 26. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur á milli VMA og FSA vegna vinnustaðanáms sjúkraliðanema á FSA.
Samstarf milli skólans og FSA hefur alla tíð verið mjög gott og samningsleysið ekki hamlað námi sjúkraliðanema.

Formlegur rammi hefur nú verið gerður um samstarfið og nemendum skólans tryggður aðgangur í vinnustaðanáminu að deildum FSA í framtíðinni. Í samningnum koma fram réttindi og skyldur nemenda, skólans og FSA gagnvart námi sjúkraliðanema. Jafnframt er ábyrgðarsvið og boðleiðir innan stofnanna tveggja tryggðar með formlegum hætti í samningnum. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari skrifaði undir samninginn fyrir hönd VMA en Þorvaldur Ingvarsson forstjóri FSA fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri.