Fara í efni  

Saltkjöt og baunir, túkall - á nýstárlegan hátt!

Saltkjöt og baunir, túkall - á nýstárlegan hátt!
Útfćrsla Hallgríms Sigurđssonar á saltkjöti.

Ţau eru mörg áhugaverđ verkefnin sem nemendur í öđrum bekk í matreiđslu í VMA glíma viđ í náminu. Í vikunni var verkefni dagsins ađ útfćra saltkjöt og baunir og hjónabandssćlu á nýstárlegan hátt - sem ađalrétt og eftirrétt.

Ţađ verđur ađ segjast alveg eins og er ađ útkoman var frábćr og nemendurnir stađfestu međ vinnu sinni ađ saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er sođiđ á sprengidaginn međ baunasúpunni. Úr ţví er nefnilega hćgt ađ gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseđlum veitingahúsa.

Gestakokkur dagsins var Hallgrímur F. Sigurđsson matreiđslumeistari á Akureyri sem rekur tvo veitingastađ í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood og auk ţess barinn R5 viđ Ráđhústorg. Hallgrímur segist hafa ánćgju af ţví ađ prófa sig áfram međ óhefđbundiđ hráefni eins og saltkjöt og međlćti sem passar međ ţví. Hallgrímur útbjó sína útfćrslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssćlueftirréttinum og miđlađi kunnáttu sinni til verđandi matreiđslumanna.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00