Fara í efni

Ritlistasmiðja ungs fólks nk. laugardag

Ritlistasmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Ritlistasmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Næstkomandi laugardag, 27. október, fyrsta vetrardag, kl. 09:00 - 16:00 verður efnt til ritlistasmiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára, sem hefur áhuga á ritlist, í húsakynnum VMA og er hún á vegum Ungskálda. Ritlistasmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Leiðbeinendur verða Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur og Snæbjörg Ragnarsson - Bibbi í hljómsveitinni Skálmöld. Fyrir hádegi verður Guðrún Eva leiðbeinandi en Snæbjörn eftir hádegi. Matur í boði í hádeginu. Opið verður fyrir skráningar í smiðjuna hér til fimmtudagsins 25. október.
 
Þessi ritlistasmiðja er hugsuð sem einskonar upptaktur að þátttöku í ritlistakeppni Ungskálda 2018 fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Hugverkum (ljóð, smásaga eða annað á íslensku) í keppnina skal skila eigi síðar en 16. nóvember nk. á netfangið ungskald@akureyri.is. 
 
Hér eru allar nánari upplýsingar.
 
Að Ungskáldum standa VMA, MA, Akureyrarstofa, N4, Ungmennahúsið, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra, Amtsbókasafnið á Akureyri og Akureyarbær.