Fara í efni

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í sumarhús

Húsið stendur norðan við húsnæði byggingadeildar.
Húsið stendur norðan við húsnæði byggingadeildar.

Ríkiskaup óska eftir tilboðum í sumarhús sem nemendur í byggingadeild skólans – húsasmíði, rafvirkjun og pípulögnum – hafa byggt skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.

Húsið er 53 fermetrar að grunnfleti með svefnaðstöðu og geymslu á lofti. Það er selt eins og það stendur nú við lok vorannar 2021. Þessi frétt um húsið birtist á vef skólans 23. apríl sl.

Hér má sjá útlitsmynd af húsinu og hér eru byggingarteikningar.

Húsið verður til sýnis nk. miðvikudag, 12. maí, kl 16:30-18:30 og þriðjudaginn 18. maí kl. 15-18.

Allar frekari upplýsingar eru hér á vef Ríkiskaupa. Einnig eru þar veittar upplýsingar í síma 530 1400. Þá er hægt að afla upplýsinga á skrifstofu skólans í síma 464 0300 eða hjá Helga Val Harðarsyni brautarstjóra byggingadeildar í síma 8966731.