Fara í efni

Ríkiskaup auglýsa VMA-sumarhúsið til sölu

Sumarbústaðurinn stendur við hús byggingadeildar.
Sumarbústaðurinn stendur við hús byggingadeildar.

Ríkiskaup hafa auglýst til sölu sumarhúsið sem nemendur og kennarar byggingadeildar hafa verið að smíða á undanförnum mánuðum. Húsið stendur norðan við húsnæði byggingadeildar og bíður nýrra eigenda.

Um er að ræða timburhús, 48,6m² að grunnfleti á einni hæð. Húsið er fullbyggt, en gólfefni, klæðningu í loft og innihurðir vantar ásamt tækjum í eldhús og bað. Að utan er húsið klætt bandsagaðri vatnsklæðningu og plötuklætt að innan. Lagnir eru fullfrágengnar.

Húsið er tilbúið til flutnings og skal flutt af lóð skólans fyrir 10. september næstkomandi.

Húsið verður til sýnis í samráði við Halldór Torfa, brautarstjóra byggingadeildar, í síma 863 1316 og Ríkiskaup í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð fást í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík og á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 21. júní 2016 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska. 

Allar nánari upplýsingar um húsið er að fá á heimasíðu Ríkiskaupa.