Fara í efni  

Rafvirkjanemar kynntu lokaverkefni sín

Rafvirkjanemar kynntu lokaverkefni sín
Hér kynnir Andri Björn Sveinsson blöndunartankinn.

Nú er uppskerutími í VMA. Kennslan er á lokasprettinum, síđasti kennsludagur er nk. fimmtudagur. Síđan taka prófin viđ. Í gćr kynntu verđandi rafvirkjar lokaverkefni sín, sjö nemendur sem setja punktinn yfir i-iđ í námi sínu núna fyrir jólin.

Sófus Ólafsson og Helgi Már Hafţórsson
Verkefni ţeirra bar nafniđ Kálfafóstra og er einskonar brynningartćki fyrir smákálfa. Tćkiđ hafa ţeir félagarnir útfćrt og tengt viđ níu hundruđ lítra mjólkurtank. Í tanknum verđur blönduđ mjólk úr mjólkurdufti. Sófus er frá Höskuldsstöđum í Austur-Húnavatnssýslu og ţar er ćtlunin ađ nota „Kálfafóstruna“. Ekki ósvipađar vélar eru til á markađnum en á margan hátt gefur ţessi útfćrsla ţeirra félaga meiri tćknilega möguleika. Gert er ráđ fyrir ađ ca. 10 daga gamlir kálfar fá mjólk í gegnum slíkt kerfi. Gert er ráđ fyrir ađ ţeir hafi óheftan ađgang ađ mjólkinni en sýra sem sett er út í hana gerir ţađ ađ verkum ađ kálfarnir drekka ekki mjólkina sér til óbóta.

Kristján Logi Halldórsson og Baldvin Ingvason
Verkefni ţeirra fólst í ţví ađ kanna möguleika á ađ nýta sólarsellur til rafmagnsframleiđslu fyrir sumarbústađi á svćđum ţar sem ekki er rafmagn. Athugun ţeirra leiddi í ljós ađ sólarsellurnar hafi marga kosti, ţćr séu umhverfisvćnar, ekki ţurfi ađ leggja heimtaugar međ tilheyrandi jarđraski og unnt sé ađ setja sólarsellur upp hvar sem er. Sólarsellurnar sem ţeir könnuđu í ţessu sambandi eru af gerđinni Victron Energy Smart Solar. Kostnađur viđ sólarsellur fyrir međalstćrđ af sumarbústađ telja ţeir ađ sé um 750 ţúsund krónur og efniskostnađur viđ raflagnir sé nálćgt 100 ţúsund krónum. Ţeir segja ađ sólarsellurnar séu góđur kostur og ţćr séu alltaf ađ verđa betri og betri. Hins vegar sé ekki hćgt ađ mćla ţví mót ađ hin skamma dagsbirta á ţessum tíma árs sé ákveđinn hemill á rafmagnsframleiđslu og geri ţađ ađ verkum ađ hún verđi aldrei jöfn allt áriđ.

Pétur Gunnarsson og Róbert Andri Steingrímsson
Í samvinnu viđ fyrirtćkiđ Eltek hönnuđu ţeir og smíđuđu nýja ađaltöflu í Lundarskóla á Akureyri. Gamla ađaltaflan er barn síns tíma og tími til kominn á endurnýjun. Sögđu ţeir félagar ađ verkefniđ hafi veriđ ţeim báđum afar lćrdómsríkt og mikilvćgt ađ fá slíkt raunhćft verkefni. Hin nýja ađaltafla skólans verđur ađ óbreyttu sett upp innan tíđar.

Andri Björn Sveinsson
Hannađi og smíđađi blöndunartank - hermilíkan fyrir stýringavirkni og er tilgangur međ verkefninu ađ nemendur í VMA geti hermt blöndunarvirkni í skólanum. Slíka blöndunartanka á stćrri skala er ađ finna í m.a. matvćla- og lyfjaiđnađi.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00