Fara í efni

Rafræn kennsla mánudaginn 7. febrúar - skólinn lokaður

Mynd af vef Veðurstofu Íslands
Mynd af vef Veðurstofu Íslands

Að höfðu samráði við framhaldsskóla á svæðinu og í ljósi viðvaranna frá Almannavörnum hefur verið ákveðið að loka skólanum og að kennsla fari fram með rafrænum hætti mánudaginn 7. febrúar. Ástæðan er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands að morgni mánudags sem gildir fyrir Norðurland eystra og að talsverður laus snjór er nú þegar fyrir á svæðinu. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á Akureyri og nágrenni. 

  1. Húsnæði VMA verður lokað mánudaginn 7. febrúar og engin kennsla í húsnæði skólans
  2. Áfangar í bóklegum greinum og blönduðum greinum verða samkvæmt stundaskrá í fjarkennslu  - nánari upplýsingar hjá kennurum.
  3. Kennarar í verklegum greinum hafa samband við nemendahópa sína með rafrænum hætti samkv. stundaskrá. 
  4. Kennsla á sérnámsbraut fellur alveg niður. 
  5. Tekin verður ákvörðun um hádegi mánudags hvort kvöldskóli í byggingagreinum fellur niður. Upplýsingar um lotukennslu í bifvélavirkjun koma frá kennara/sviðsstjóra.

Fylgist vel með tölvupósti og öðrum tilkynningum frá kennurum um kennsluform og verkefni kennslustunda.

Þeir nemendur sem eru komnir í einangrun eða sóttkví, vinsamlegast látið vita á skrifstofu skólans vma@vma.is. Ekki er hægt að hringja í skólann á morgun, mánudag. 

Bílaplan skólans er þegar orðið þungfært en gert verður ráð fyrir því að mokstur fari fram á um hádegisbilið á morgun ef aðstæður leyfa. 

Farið varlega og fylgist vel með veðurspá, færð og fyrirmælum frá Almannavörnum áður en lagt er af stað að heiman. 

Sigríður Huld, skólameistari VMA