Fara í efni

Rafræn heimapróf - undirbúningur

Nú líður að prófum og eins og áður hefur komið fram verða engin skrifleg lokapróf haldin í VMA (á staðnum). Því þurfa nemendur að undirbúa sig undir rafræn heimapróf. Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga við undirbúning og úrlausn rafrænna prófa.

Þjónusta námsráðgjafa er óbreytt og námsráðgjafar Helga helga@vma.is og Svava Hrönn svava@vma.is eru með viðveru í skólanum en þó er betra er að panta tíma með því að senda tölvupóst. Nemendur geta áfram nýtt sér stoðþjónustu með rafrænum hætti. 
Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa og fá ráðleggingar og upplýsingar.  

Gangi ykkur vel!