Fara í efni

Rafiðnnemar í málmsuðu

Rafiðnnemar að gera sig klára í málmsuðu.
Rafiðnnemar að gera sig klára í málmsuðu.

Nám í rafiðngreinum hefur lengi verið mjög eftirsótt í VMA og er árvisst að grunndeild rafiðna er fullsetin og komast færri að en vilja, sem kemur ekki á óvart því námið er víðtækt og gefur góða möguleika á vinnumarkaði.

Hér má sjá hvernig nám í rafvirkjun skiptist á annir og hér er skipting áfanga á annir í rafeindavirkjun. Hvort sem nemendur ætla að verða rafvirkjar eða rafeindavirkjar verða þeir að taka grunndeild rafiðna fyrst, sem er fjögurra anna nám. Þess eru líka dæmi að nemendur ljúki bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun.

Bæði er um bóklegar og verklegar námsgreinar að ræða á fyrstu önn grunndeildarinnar. Einn af verklegu áföngunum kallast verktækni og þar læra nemendur ýmis grunnatriði í rafiðn en einnig fá þeir kennslu í málmsuðu. Kristján Kristinsson kennari í málmiðngreinum var einmitt að fara yfir grunnatriðin í málmsuðu með grunndeildarnemum í rafiðn þegar litið var inn í kennslustund. Áður en sjálf málmsuðan hófst fór Kristján vandlega yfir öll öryggismál sem suðumenn verða ávallt að hafa að leiðarljósi.