Fara í efni  

Ræðir um samverkandi áhrif safna og samfélaga

Ræðir um samverkandi áhrif safna og samfélaga
Arndís Bergsdóttir.

Í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 17-17.40 heldur Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Listasafnið og Akureyri. Í þessum þriðjudagsfyrirlestri fjallar hún um samverkandi áhrif safna og samfélaga. Hún beinir sérstöku ljósi  að Listasafninu á Akureyri og hvernig hugmyndin um listasafn er samofin sérkennum samfélagsins og almennri samfélagsþróun. 

Arndís Bergsdóttir er doktor í safnafræði frá Háskóla Íslands. Meðal þeirra verka sem liggja eftir hana er kafli í nýútgefinni bók um sögu listasafna á Íslandi en þar fjallar hún um tilurð og sögulega þróun Listasafnsins á Akureyri. 

Að þriðjudagsfyrirlestrunum í vetur standa Listasafnið á Akureyri, Gilfélagið, VMA, Myndlistarfélagið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri. 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.