Fara í efni

Ræðir um margmiðlun og stafrænan arkitektúr

Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður.
Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður.

Í dag, þriðjudaginn 13. október, kl. 17 heldur Jón Þór Sigurðsson margmiðlunarhönnuður fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagilinu undir yfirskriftinni Margmiðlun og stafrænn arkitektúr. Þar fjallar hann um flest sem tengist margmiðlun s.s.  vídeóeftirvinnslu, forritun og tengingu þrívíddar við gagnvirka hönnun. Einnig verður fjallað um stafrænan arkitektúr og nýjustu framfarir í þeim geira.  

Jón Þór Sigurðsson er sjálfstæður margmiðlunarhönnuður sem stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri, IED í Barcelona og ELISAVA í Barcelona. Hann kennir nú Photoshop, vefsíðuhönnun og vídeóeftirvinnslu í Myndlistaskólanum á Akureyri.

Fyrirlesturinn er þriðji í röð fyrirlestra á þriðjudögum í Ketilhúsinu í vetur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Aðgangur á fyrirlesturinn í dag er ókeypis.