Fara í efni

Ræðir um klæðnað á miðöldum

Beate Stormo.
Beate Stormo.

Í dag, þriðjudaginn 6. október, kl. 17 heldur Beate Stormo fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagilinu undir yfirskriftinni Klæðnaður á miðöldum. Þar fjallar hún um klæðnað miðalda og þátttöku sína á miðaldadögum á Gásum. Fyrirlesturinn er annar í röð fyrirlestra sem haldnir verða á þriðjudögum í Ketilhúsinu í vetur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Aðgangur á fyrirlesturinn í dag er ókeypis. 

Beate Stormo er bóndi og eldsmiður og hefur haft áhuga á gömlu handverki og fornöld frá blautu barnsbeini. Hún hefur starfað með miðaldahópnum Handraðanum í tengslum við miðaldadagana á Gásum frá upphafi og skoðað sérstaklega miðaldafatnað frá þeim tíma og haldið námskeið i miðaldafatasaum um allt land.