Fara í efni  

Ræddu um kynþætti og þjóðerni í Porvoo

Ræddu um kynþætti og þjóðerni í Porvoo
VMA-nemarnir (f.v) Agnesa, Ágúst og Freydís.

Fyrir páska – dagana 3.-7. apríl - fóru þrír nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut VMA - Agnesa Kryeziu, Ágúst Örn Víðisson og Freydís Erna Guðmundsdóttir – til Porvoo í Finnlandi ásamt kennara sínum, Katrínu Harðardóttur, til þss að taka þátt í Nordplus-verkefni sem fjallaði um mismunandi kynþætti, þjóðerni, siði og venjur. Í verkefninu tóku einnig þátt nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Litháen.

Nemendur á viðskipta- og hagfræðibraut hafa í vetur tekið þátt í þessu verkefni sem kallast á ensku „Promote tolerance-celebrate diversity“. Fyrsti fundur eða ráðstefna í verkefninu var í VMA í september á síðasta ári og þá var þemað kynhneigð fólks frá ýmsum hliðum. Í mars fór þriggja nemenda sendinefnd með Hálfdáni Örnólfssyni til Nyköbing í Svíþjóð og þá var þemað stéttskipting. Síðasti fundur vetrarins í verkefninu verður um miðjan maí og þá liggur leiðin til Litháen þar sem „kynslóðir“ verður umfjöllunarefnið.

Hér er Fb.síða verkefnisins og hér er vefsíða þess.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.