Fara í efni

Rachael Lorna Johnstone með þriðjudagsfyrirlestur

Rachael Lorna Johnstone.
Rachael Lorna Johnstone.

Í dag, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 17 heldur Rachael Lorna Johnstone fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Indigenous Art: Legal Protection and Cultural Appropriation.

Í fyrirlestrinum mun hún skoða hugmyndir í kringum þekkingu frumbyggja, vandamálið við notkun á menningu þeirra og þau lagalegu tæki sem eru til staðar vegna verndunar menningar frumbyggja. Hún mun aðallega beina sjónum sínum að listrænni tjáningu frumbyggja og rýna í að hversu miklu leyti vestrænt lagaumhverfi sem tengist hugverkum (þ.e. einkaleyfi, höfundarréttur o.fl.) bjóði upp á lausnir í þessu sambandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Rachael Lorna Johnstone er prófessor og formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri og einnig prófessor við háskólann á Grænlandi. Sérgrein hennar er heimskautaréttur: stjórnunarhættir á heimskautasvæðunum samkvæmt alþjóðalögum og landslögum. Innan þeirrar greinar eru réttindi frumbyggja, alþjóðleg mannréttindalög, umhverfislög og skyldur og ábyrgð ríkis meðal meginatriða rannsókna hennar. 

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð í Ketilhúsinu á þriðjudögum í vetur sem hófst sl. haust og lýkur fyrir páska.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Aðgangur á fyrirlesturinn í dag er ókeypis og eru allir velkomnir.