Fara í efni

Pylsugerðarmenn buðu til hádegisverðar

Nemendur bjuggu til nokkrar útgáfur af pylsum.
Nemendur bjuggu til nokkrar útgáfur af pylsum.

Það er heilmikil kúnst að búa til góðar pylsur. Hráefnið þarf að vera fyrsta flokks og það þarf að leggja mikla alúð í pylsugerðina.

Í þessari viku hefur Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmaður og gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði, verið gestakennari í 2. bekk í matreiðslu á matvælabraut VMA og kennt nemendum vísindin að baki pylsugerð.

Punkturinn yfir i-ið var síðan settur í gær þegar afrakstur fjölbreyttrar pylsugerðar var fram borinn fyrir nokkra gesti úr röðum starfsmanna VMA. Þetta var hið besta pylsupartí og gáfu matargestir pylsunum og matreiðslunni hina bestu einkunn. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af þessu tilefni.