Fara í efni  

Púsla saman námi og handbolta

Púsla saman námi og handbolta
Svala (t.v.) og Aldís Ásta.

Ţađ getur oft veriđ mikiđ púsluspil fyrir afreksfólk í íţróttum ađ stunda nám sitt međ stífum ćfingum og keppnisferđum. Tvćr stúlkur í VMA, sem jafnframt eru handboltakonur í KA/Ţór, hafa veriđ í ćfingahópum í yngri landsliđum Íslands og segja ađ ţćr ţurfi ađ skipuleggja tíma sinn vel til ţess ađ sinna bćđi náminu og ţátttöku í íţróttum af kostgćfni. Ţetta eru ţćr Aldís Ásta Heimisdóttir (f. 1999) sem stundar nám á íţrótta- og náttúrufrćđibraut, og Svala Svavarsdóttir (f. 2000) sem er í grunndeild málmiđnađar.

„Ţađ hafđi örugglega sitt ađ segja um áhuga minn á handbolta ađ systkini mín, Steinţóra Sif og Finnur, voru bćđi í handbolta ţegar ţau voru yngri. Ég prófađi ađeins fótbolta en staldrađi stutt viđ ţar og einnig var ég töluvert í frjálsíţróttum – hástökki og spjótkasti. En innst inni vissi ég alltaf ađ ég myndi enda í handboltanum,“ rifjar Aldís Ásta upp. Hún er í meistaraflokki KA/Ţórs sem nú trónir á toppi nćstefstu deildar í kvennaboltanum og spilar ţar stöđu leikstjórnanda.

Svala spilar hins vegar skyttu í 3. flokks liđi KA/Ţórs og bankar á dyrnar í meistaraflokknum. Eins og Aldís Ásta hefur Svala lengi ćft handbolta og veit fátt skemmtilegra. Ţćr ćfa ađ jafnađi sex sinnum í viku – boltaćfingar – ţegar ekki eru leikir um helgar og til viđbótar eru ţrjár styrktarćfingar í viku. Álagiđ er ţví mikiđ. Stefán Guđnason ţjálfar 3. flokks stelpurnar en Jónatan Magnússon meistaraflokkinn.

Síđastliđiđ haust voru ţćr báđar í ćfingahópum yngri landsliđa og Aldís Ásta er ţar enn og ćfđi stíft međ jafnöldrum sínum milli jóla og nýárs. Framundan er undankeppni HM sem verđur spiluđ í Vestmannaeyjum. Ekki er búiđ ađ velja endanlegan hóp en auđvitađ bindur Aldís Ásta vonir viđ ađ verđa fyrir valinu. „Ţađ kemur bara allt í ljós. Ţangađ til einbeiti ég mér ađ ţví ađ standa mig vel međ KA/Ţór,“ segir hún.

„Ţađ fer auđvitađ mikill tími í handboltann og ţví nýti ég allar ţćr eyđur sem ég hef í skólanum til ţess ađ lćra. Eftir VMA langar mig til ţess ađ fara í sjúkraţjálfarann. Ţess vegna hef ég veriđ ađ bćta viđ mig fögum á náttúrufrćđibraut,“ segir Aldís Ásta.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00