Fara í efni

Próftafla haustannar 2015

Próftöflur nemenda má finna á nemendavæði í Innu.

Próftöflu haustannar 2015 má finna hér (í dagaröð)

Próftöflu haustannar 2015 má finna hér (í stafrófsröð)

Sjúkrapróf verða þriðjudaginn 15. desember og miðvikudaginn 16. desember kl. 9.00 og 13.30.

Sýnidagur prófa verður fimmtudaginn 17. desember kl. 11:00 – 13:00.

Próftafla sjúkraprófa verður birt í seinasta lagi á heimasíðu skólans kl. 18 mánudaginn 14. desember

 

  • NEMENDUR - ATHUGIÐ !

Öll bókleg próf fara fram í stofum á Eyrarlandsholti, verkleg próf á verkstæðum, í eldhúsum og teiknistofu.

Stofuskipan í prófunum verður birt á auglýsingatöflum í norðuranddyri skólans a.m.k. 20 mínútum fyrir auglýstan próftíma.


PRÓFAREGLUR
  1. Ef nemandi er veikur í prófi skal hann tilkynna það skrifstofu VMA að morgni prófdags ogstaðfestaþað með læknisvottorði eins fljótt og unnt er, ella hefur hann fyrirgert rétti sínum til sjúkraprófs. 
    Skráning í sjúkrapróf fer fram á skrifstofu skólans um leið og læknisvottorði er skilað.
  2. Nemendum ber að sitja hið minnsta 45 mínútur við verkefni sitt í hverju prófi. Komi nemandi meira en 45 mínútum of seint til prófs, hefur hann glatað rétti sínum til að þreyta prófið.
  3. Öll meðferð farsíma er stranglega bönnuð á prófstað
  4. Ef vafi leikur á próftökurétti nemanda, t.d. vegna fjarvista eða hann hefur ekki lokið tilskyldum verkefnum, skal nemandinn ganga úr skugga um rétt sinn hjá kennslustjóra sínum fyrir prófið.
  5. Nemandi sem fellur í áfanga skal sitja hann aftur.

EINKUNNIR VERÐA BIRTAR Á INNU
UPPLÝSINGAKERFI FRAMHALDSSKÓLANNA

UPPLÝSINGAR UM EINKUNNIR ERU
EKKI VEITTAR Í GEGNUM SÍMA


   Próftafla sjúkraprófa verður birt á auglýsingatöflu í norðuranddyri og á vefsíðu skólans.

MÆTIÐ TÍMANLEGA Í PRÓFIN !