Fara í efni  

Plast er ekki bara plast

Plast er ekki bara plast
Stefán leiđbeinir nemanda viđ ađ sjóđa plast.

Bifvélavirkjun er sex anna nám í VMA. Fyrst eru nemendur í tvćr annir í grunndeild málm- og véltćknigreina en eru eftir ţađ í fjórar annir í faggreinum bifvélavirkjunar. Eins og hér má sjá er námiđ fjölbreytt og er leitast viđ ađ búa nemendur sem best undir ađ starfa í iđngreininni. Auk sex anna náms í skóla ţurfa nemendur ađ vinna ákveđinn fjölda vikna á samningi á verkstćđi til ţess ađ geta fariđ í sveinspróf og fengiđ formleg starfsréttindi.

Ţegar litiđ var inn til nemenda á fimmtu önn í bifvélavirkjun var Stefán Bjarnhéđinsson, sem rekur Bílaverkstćđi Bjarnhéđins ehf. á Akureyri, ađ kenna ţeim áfangann Plast, greining og viđgerđir, ţar sem fariđ er í ýmislegt er varđar plast í bílum og hvernig best sé ađ gera viđ ef ţađ til dćmis brotnar í umerđaróhöppum.

Plastefni í bílum hafa á síđari árum aukist mjög, enda léttir plastiđ bílana og gerir ţá ţolnari gagnvart tćringu. Ađ sjálfsögđu rćđst ţađ töluvert af ţví hversu mikill skađinn er eftir t.d. umferđaróhapp hvort ákveđiđ er ađ skipta um hinn skemmda plasthlut eđa gera viđ hann. En til ţess ađ gera viđ plasthlut ţarf fyrst ađ vita hvort plastiđ er hitadeigt eđa hitafast. Hiđ fyrrnefnda, hitadeigt plast, er bćđi hćgt ađ líma og sjóđa en hitafasta plastiđ er einungis hćgt ađ líma. Ţegar litiđ var inn í tíma voru nemendur ađ ţjálfa sig í ţví ađ sjóđa saman plast en ţá er notast viđ heitt loft sem brćđir plastborđann viđ ţann hlut sem gert er viđ. Suđuhiti fyrir hitadeigt plast er á bilinu 270 til 360 °C og ţví er betra ađ fara ađ öllu međ gát.

Stefán Bjarnhéđinsson segir ađ viđ međhöndlun og viđgerđir á plasthlutum í bíla sé mikilvćgt, eins og í mörgu öđru, ađ horfa til umhverfismála. Viđ ţađ t.d. ađ slípa plast myndist plastrykagnir sem séu ađskotahlutir í náttúrunni og ţví beri ađ varast ađ ţćr fari í niđurfallskerfi og endi út í sjó eđa fari á annan hátt út í náttúruna. Umhverfisţátturinn sé mikilvćgur og á hann leggi hann áherslu viđ kennslu ţessa áfanga.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00