Fara í efni

Píeta samtökin heimsækja VMA

Píeta samtökin eru á ferðalagi um landið með fræðsluna Segðu það upphátt! Þau koma til okkar á morgun þriðjudaginn 16. september með erindi í Gryfjunni kl 12:30.

Í fræðslunni er lögð áhersla á vonina, lausnir og bjargráð þar sem Tómas Daði Bessason sálfræðingur og Birna Rún Eiríksdóttir leikkona ræða um líðan og tilfinningar á léttum og uppbyggilegum nótum. Það er þó gott að hafa í huga að umræðan um andlega líðan getur eðlilega vakið upp tilfinningar hjá fólki og því viljum við upplýsa ykkur um erindið.

Hvetjum öll til þess að mæta.