Fara í efni

Öskudagsfjör í VMA

Uppáklæddir starfsmenn VMA á öskudaginn.
Uppáklæddir starfsmenn VMA á öskudaginn.

Eins og venja er til létu starfsmenn og nemendur öskudaginn ekki framhjá sér fara og ungir Akureyringar sóttu skólann heim uppáklæddir í skrautlegum búningum.

Hinum ýmsu kynjamyndum mátti sjá bregða fyrir á göngum skólans - eins og vera ver á þessum hátíðisdegi.

Öskudagurinn var líka ljómandi góður upptakstur að vetrarfríi nemenda og starfsmanna skólans í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag. Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá nk. mánudag, 7. mars.

Hér er fullt af myndum sem Hilmar Friðjónsson tók í VMA á öskudaginn.