Fara í efni

Opnun sýningar á lokaverkefnum listnámsnema í Ketilhúsinu

Nemendur sem eiga lokaverkefni á sýningunni.
Nemendur sem eiga lokaverkefni á sýningunni.

Það er meira en þess virði að sjá fjölbreytta listsköpun nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA í Ketilhúsinu - hluta af sýningarrými Listasafnsins á Akureyri. Sýning á lokaverkefnum nemenda var opnuð sl. laugardag og hún verður opin þessa viku - til 16. maí.  nk.

Fjóla Björk Karlsdóttir tók þessar myndir við opnun sýningarinnar sl. laugardag.