Fara í efni

Opnað á umsóknir um nám í blikksmíði, heilsunuddi, matartækni, rafvirkjun og rafvirkjun fyrir vélfræðinga

Laugardaginn 15. nóvember verður opnað fyrir umsóknir í nám í blikksmíði. Námið er lotunám og er ætlað fólki sem er starfandi í greininni eða hefur lokið raunfærnimati. Einnig verður opnað fyrir umsóknir um nám í heilsunuddi í lotunámi. 

Umsóknir opna einnig í kvöldskóla um nám í …

matartækni, fyrir þau sem hafa lokið grunnámi matvæla- og ferðagreina og uppfylla skilyrði um að koma inn á 4. önn, t.d. með raunfærnimati í matartækni.

rafvirkjun, sem er fyrir þau sem hafa lokið grunndeild rafiðna eða rafeindavirkjun.

rafvirkjun fyrir vélfræðinga, sem er nám fyrir þau sem hafa lokið D-stigi vélstjórnar.

Framboð á náminu er háð því að það takist að fá lágmarksfjölda nemenda sem uppfylla skilyrði til að hefja nám á þessum brautum.

 

Hægt er að sækja um ofangreint nám hér frá 15. nóvember til og með 5. desember.