Fara í efni

Opið hús og sprett úr spori í Vorhlaupi VMA 2025

Hlauparar í Vorhlaupi VMA 2025 leggja af stað í dag.
Hlauparar í Vorhlaupi VMA 2025 leggja af stað í dag.

Fjölmargir heimsóttu VMA á opnu húsi í dag í þeim til þess að kynna sér skólastarfið. Kennarar og nemendur skólans svöruðu fyrirspurnum gesta og sögðu frá skólastarfinu á fjölbreyttum námsbrautum skólans.

Á sama tíma var ræst í árlegt Vorhlaup VMA þar sem um eitt hundrað skokkarar mættu til leiks og skokkuðu 5 eða 10 km vegalengd. Hlaupið gekk prýðilega enda veðurguðirnir í hátíðarskapi og sannarlega er vor í lofti þessa dagana.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar á opnu húsi og í vorhlaupinu í dag.

Hér eru tímar hlauparanna í vorhlaupinu í dag.