Fara í efni

Opið hús í FAB-Lab smiðjunni í VMA í dag

Í dag kl. 13-17 verður opið hús í nýju FAB-Lab smiðjunni (FAB-Lab Eyjafjörður) í húsnæði VMA. Jón Þór Sigurðsson verkefnastjóri smiðjunnar mun taka á móti gestum og útskýra fyrir þeim möguleika í hönnun og framleiðslu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Eyfirðinga sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi FAB-Lab smiðja að leggja leið sína hingað í VMA. Smiðjan er í tveimur aðliggjandi kennslustofum á hægri hönd þegar gengið er inn í skólann að norðan.