Fara í efni

Opið hús á listnámsbraut í kvöld

Í dag, 30. apríl, er síðasti kennsludagur vorannar í VMA. Eins og venja er til á síðasta kennsludegi verður listnámsbraut skólans með opið hús þar sem hægt verður að sjá fjölbreytta liststköpun nemenda brautarinnar á vorönn. Opna húsið verður í húsnæði listnámsbrautar kl. 20:00 – 21:30 í kvöld. Allir eru velkomnir.

Í dag, 30. apríl, er síðasti kennsludagur vorannar í VMA. Eins og venja er til á síðasta kennsludegi verður listnámsbraut skólans með opið hús þar sem hægt verður að sjá fjölbreytta liststköpun nemenda brautarinnar á vorönn. Opna húsið verður í húsnæði listnámsbrautar kl. 20:00 – 21:30 í kvöld. Allir eru velkomnir.

Borghildur Ína Sölvadóttir, kennari á listnámsbraut, segir að skapast hafi sú hefð að hafa opið hús á listnámsbraut á síðasta kennsludegi hverrar annar þar sem fólki gefst kostur á að sjá hvað nemendur hafa verið að fást við á önninni. Hver nemandi í hverjum áfanga sýnir eitt verk og því er fjölbreytnin á sýningunni gríðarlega mikil. Þarna gefur að líta málverk, vefnað, bútasaum, útsaum, teikningar og skúlptúra, svo fátt eitt sé nefnt.

„Nemendur eru duglegir að bjóða ættingjum og vinum á opna húsið og síðan koma margir nemendur af öðrum brautum skólans sem og kennarar og fjölmargir aðrir til þess að sjá hvað við höfum verið að gera á önninni. Reynslan hefur því verið sú að opna húsið er fjölsótt, enda er þarna fjölmargt og áhugavert að sjá,“ segir Borghildur Ína.