Fara efni  

Opi hs listnmsbraut kvld

dag, 30. aprl, er sasti kennsludagur vorannar VMA. Eins og venja er til sasta kennsludegi verur listnmsbraut sklans me opi hs ar sem hgt verur a sj fjlbreytta liststkpun nemenda brautarinnar vornn. Opna hsi verur hsni listnmsbrautar kl. 20:00 21:30 kvld. Allir eru velkomnir.

Í dag, 30. apríl, er síðasti kennsludagur vorannar í VMA. Eins og venja er til á síðasta kennsludegi verður listnámsbraut skólans með opið hús þar sem hægt verður að sjá fjölbreytta liststköpun nemenda brautarinnar á vorönn. Opna húsið verður í húsnæði listnámsbrautar kl. 20:00 – 21:30 í kvöld. Allir eru velkomnir.

Borghildur Ína Sölvadóttir, kennari á listnámsbraut, segir að skapast hafi sú hefð að hafa opið hús á listnámsbraut á síðasta kennsludegi hverrar annar þar sem fólki gefst kostur á að sjá hvað nemendur hafa verið að fást við á önninni. Hver nemandi í hverjum áfanga sýnir eitt verk og því er fjölbreytnin á sýningunni gríðarlega mikil. Þarna gefur að líta málverk, vefnað, bútasaum, útsaum, teikningar og skúlptúra, svo fátt eitt sé nefnt.

„Nemendur eru duglegir að bjóða ættingjum og vinum á opna húsið og síðan koma margir nemendur af öðrum brautum skólans sem og kennarar og fjölmargir aðrir til þess að sjá hvað við höfum verið að gera á önninni. Reynslan hefur því verið sú að opna húsið er fjölsótt, enda er þarna fjölmargt og áhugavert að sjá,“ segir Borghildur Ína.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.