Fara í efni

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut VMA í kvöld

Nemendur að leggja lokahönd á verk vetrarins.
Nemendur að leggja lokahönd á verk vetrarins.

Eins og venja er til í lok annar verður opið hús á listnáms- og hönnunarbraut VMA í kvöld. Opna húsið verður kl. 20:00 - 21:30. Til sýnis verða fjölbreytt verk sem nemendur á bæði myndlistar- og textíllínu hafa unnið að á önninni.

Þegar litið var í heimsókn á listnáms- og hönnunarbraut í vikunni voru nemendur önnum kafnir við að vinna að hinum ýmsu verkum, sum þeirra verða til sýnis í kvöld.

Full ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á opna húsið og sjá þverskurð af þeim mörgu áhugaverðu verkum sem nemendur hafa unnið að á önninni.