Fara í efni

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut í kvöld

Meðal annars eru sýnd fjölbreytt akrílmálverk.
Meðal annars eru sýnd fjölbreytt akrílmálverk.

Opið hús verður í húsnæð listnáms- og hönnunarbrautar VMA í kvöld (gengið inn að norðan), miðvikudagskvöldið 7. desember, kl. 19:30-21:00, þar sem gefur að líta fjölbreytta flóru verka sem nemendur á brautinni hafa verið að vinna að núna á haustönn - bæði á myndlistarsviði og textílsviði. 

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut er fastur liður undir lok hverrar annar og er ætíð tilhlökkunarefni að sjá sköpunargleði nemenda. Hér eru nokkur dæmi um vinnu nemenda á önninni.