Fara í efni

Opið hús á listnáms- og hönnunarbraut

Opið hús í tvo tíma í kvöld og aðra tvo á morgun.
Opið hús í tvo tíma í kvöld og aðra tvo á morgun.

Í kvöld kl. 19-21 og á morgun kl. 16-18 verður opið hús á listnáms- og hönnunarbraut þar sem öllum gefst tækifæri till þess að sjá eitt og annað af þeirri áhugaverðu list sem nemendur hafa verið að vinna að á haustönninni. Sem fyrr hafa nemendur brautarinnar lagt alúð í listsköpunina eins og glögglega má sjá á opnu húsi. 

Hér er örlítið brot af því sem fyrir augu ber á opnu húsi. Myndirnar voru teknar um hádegisbil í dag þegar var verið að vinna á fullu við að koma öllu á sinni stað.

Um þennan viðburð gildir eins og aðra viðburði að grímuskylda er og gestir eru beðnir að viðhafa persónulegar sóttvarnir.

Hér eru nokkrar myndir sem Hilmar Friðjónsson tók á opnu húsi fimmtudaginn 2. desember.